Erwin Schrödinger
Útlit
Erwin Rudolf Josef Alexander Schrödinger (12. ágúst 1887 – 4. janúar 1961) var austurrísk–írskur eðlisfræðingur auk þess sem hann var „stærðfræðilegur“ líffræðingur. Hann er þekktur fyrir framlag sitt til skammtaeðlisfræðinnar og oft er hann talinn með í hópi þeirra hugsuða á bak við skammtafræði, auk Einstein og Heisenberg. Einkum er hann þekktur fyrir Schrödinger-jöfnuna en fyrir hana hlaut hann Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði árið 1933. Hann er einnig þekktur fyrir kött Schrödingers, fræga hugsunartilraun sem hann lagði til eftir bréfaskipti við vin sinn, Albert Einstein.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Erwin Schrödinger.