Fara í innihald

Denver Nuggets

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Denver Nuggets er körfuknattleikslið frá borginni Denver sem spilar í NBA-deildinni. Liðið var stofnað sem Denver Larks árið 1967 en breytti nafni sínu í Denver Rockets fyrir fyrsta tímabil sitt í ABA-deildinni. Liðið lék til úrslita í ABA á síðasta tímabili deildarinnar en laut í lægra haldi fyrir New York Nets. Við sameiningu ABA og NBA árið 1976 fluttist Nuggets yfir í NBA-deildina.[1]

Árið 2023 komust Nuggets fyrst í úrslit NBA deilarinnar þar sem liðið lagði Miami Heat að velli og vann sinn fyrsta meistaratitil. Bestu leikmenn Nuggets það árið voru Serbinn Nikola Jokić og Kanadamaðurinn Jamal Murray.[2][3]

Sex leikmenn hafa fengið treyju sýna hengda upp í rjáfur á heimavelli Nuggets en það eru þeir Alex English, Fat Lever, David Thompson, Byron Beck, Dan Issel og Dikembe Mutombo ásamt þjálfaranum Doug Moe.[4] Meðal annarra þekktra leikmanna í sögu liðsins má nefna Carmelo Anthony og Allen Iverson.[5]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Bedlam in Broadcasting: Remembering the Chaos of Julius Erving Slicing Up the Nuggets“. SI (bandarísk enska). 6. júní 2023. Sótt 10. nóvember 2024.
  2. Sverrisson, Sindri (13. júní 2023). „Jókerinn einstakur og Denver meistari í fyrsta sinn - Vísir“. visir.is. Sótt 10. nóvember 2024.
  3. Young, Shane. „Denver Nuggets Capture Their First NBA Championship Behind Unbreakable Chemistry“. Forbes (enska). Sótt 10. nóvember 2024.
  4. „Retired numbers for the Denver Nuggets“. NBA.com (enska). Sótt 10. nóvember 2024.
  5. Dizon, Orel (24. maí 2023). "It's just fun out there, and I feel a little bit freer on the court" - Allen Iverson on how comforting it was to play with Carmelo Anthony“. Basketball Network - Your daily dose of basketball (enska). Sótt 10. nóvember 2024.