Fara í innihald

Bola Tinubu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bola Tinubu
Tinubu árið 2023.
Forseti Nígeríu
Núverandi
Tók við embætti
29. maí 2023
VaraforsetiKashim Shettima
ForveriMuhammadu Buhari
Persónulegar upplýsingar
Fæddur29. mars 1952 (1952-03-29) (72 ára)
Lagos, Nígeríu
ÞjóðerniNígerískur
StjórnmálaflokkurAllsherjarráð framfarasinna (2013–)
MakiOluremi Tinubu
HáskóliChicago State University

Bola Ahmed Adekunle Tinubu (f. 29. mars 1952) er nígerískur endurskoðandi og stjórnmálamaður sem er núverandi forseti Nígeríu. Hann var áður landstjóri Lagos-fylkis frá 1999 til 2007. Tinubu var kjörinn forseti í forsetakosningum Nígeríu í febrúar 2023 og tók við embætti þann 29. maí.

Bola Tinubu er frá suðvesturluta Nígeríu og hefur verið kallaður „pólitískur guðfaðir“ í þeim landshluta vegna þess hve oft hann hefur komið stuðningsfólki sínu fyrir í embættisstöðum. Tinubu var landstjóri Lagos-fylkis frá 1999 til 2007 og hefur mikið stært sig af uppbyggingarstarfi sem var unnið í borginni Lagos á þessum tíma. Tinubu er einn ríkasti stjórnmálamaður í Nígeríu.[1]

Tinubu bauð sig fram í forsetakosningum Nígeríu í febrúar árið 2023 fyrir Allsherjarráð framfarasinna, flokk fráfarandi forsetans Muhammadu Buhari. Slagorð Tinubu í kosningunum var Emi lo kan, eða „Það er komið að mér“.[2]

Helstu keppinautar Tinubu í kosningunum voru Atiku Abubakar, frambjóðandi Lýðræðisflokks alþýðunnar, og Peter Obi, frambjóðandi Verkamannaflokksins. Í heimahéraði Tinubu, Lagos, tapaði hann óvænt naumlega fyrir Peter Obi.[3]

Á landsvísu hlaut Tinubu um 37 prósent atkvæðanna en Abubakar 29 prósent og Obi 25 prósent.[1] Kosningakerfið í Nígeríu er með þeim hætti að til að ná kjöri til forseta verður frambjóðandi að hljóta flest atkvæði á landsvísu og meira en 25 prósent atkvæða í tveimur þriðju af fylkjum landsins. Samkvæmt opinberum talningum tókst Tinubu þetta og hann var því lýstur sigurvegari kosninganna þann 1. mars.[4]

Í sigurræðu sinni eftir kosningarnar hvatti Tinubu til friðar og bauð keppinautum sínum að mynda með sér bandalag í þágu Nígeríu. Abubakar og Obi vefengdu báðir niðurstöður kosninganna og sögðust ætla að reyna að fá þeim hnekkt.[4]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 Helgi Steinar Gunnlaugsson (1. mars 2023). „Kosningum er lokið í Nígeríu“. Fréttablaðið. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. mars 2023. Sótt 2. mars 2023.
  2. „Nýr forseti Nígeríu kjörinn“. mbl.is. 1. mars 2023. Sótt 2. mars 2023.
  3. Bjarki Sigurðsson (1. mars 2023). „Tinubu verður forseti Nígeríu“. Vísir. Sótt 2. mars 2023.
  4. 4,0 4,1 Oddur Þórðarson (1. mars 2023). „Á brattann að sækja fyrir nýkjörinn forseta Nígeríu sem vill slíðra sverðin“. RÚV. Sótt 2. mars 2023.


Fyrirrennari:
Muhammadu Buhari
Forseti Nígeríu
(29. maí 2023 –)
Eftirmaður:
Enn í embætti


  Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.