Balkanvæðing
Útlit

Balkanvæðing á við sundrun eða klofningu landsvæðis eða ríkis í minni einingar sem eiga oft í deilum hver við aðra. Balkanvæðing er afleiðing utanríkisstefnu sem kemur á stjórnmálalegum og landafræðilegum klofningum. Orðið „Balkanvæðing“ vísaði upprunalega til sundrunar sem átti sér stað á Balkanskaga undir stjórn Tyrkjaveldis, Austurríkis-Ungverjalands og nýlegast Júgoslavíu, en er í dag notað um svipuð fyrirbæri um allan heim.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Balkanization“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 24. júní 2019.