Fara í innihald

Búfjárrækt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fjárhirðir í Rúmeníu

Búfjárrækt eða búfjárhald kallast það að rækta og ala búfé. Það er eitt af meginmarkmiðum bænda og landbúnaðar. Velferð dýra og búfjárrækt haldast hönd í hönd og er lítill tilgangur með búfjárrækt ef velferð dýranna er ekki fullnægt.

Búfjárrækt eða búfræði er kennd í ýmsum stofnunum; háskólum og framhaldsskólum. Helstu fög sem tilheyra eru næringarfræði (fóðurfræði), erfðafræði, saga og líffæra- og lífeðlisfræði.

Kúrekar í Texas

Búfjárrækt hefur fylgt landbúnaði frá því að tamningar á nautgripum og hrossum fóru fram í Mesópótamíu. Þannig komu nautgripur og hestar til þjónustu bændanna og nýttust til jarðræktar og matframleiðslu.

Siðferðiskennd

[breyta | breyta frumkóða]

Margar kenningar eru á lofti um búfjárrækt, hvort maðurinn eigi að grípa inn í náttúruna og nýta sér afurðir dýra til eigin hagnaðar. Dýraverndarsinnar berjast fyrir frelsun „villtra“ dýra í dýragörðum á meðan bændur líta á villtar hjarðir og sjá hagnað eða slæmt ástand dýranna í hjörðinni. Þannig eru einnig geldingar, halastífingar og verksmiðjubúskapur eitt af hitamálum er varða búfjárræktina.