Fara í innihald

Atómstöðin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Atómstöðin er skáldsaga eftir Halldór Laxness sem kom út að morgni 22. mars árið 1948 og seldist upp hjá forlaginu samdægurs.[1] Var hún mjög umdeild við útgáfu enda snerti hún á mörgum hitamálum sem voru í íslensku samfélagi á þeim tíma. Halldór sjálfur leit ekki á Atómstöðina sem eina af sínum betri bókum, heldur sem „innlegg í pólitískt hitamál og kannski viss gagnrýni á losarabrag og siðferðisbrest í kjölfar styrjaldarinnar“.[2]

Söguþráður

[breyta | breyta frumkóða]

Bókin segir frá bóndadótturinni Uglu að norðan sem kemur til Reykjavíkur til að læra á orgel. Hún ræður sig í vist hjá þingmanninum og heildsalanum Búa Árland og lærir hjá Organistanum.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Atómstöðin; grein í Þjóðviljanum 1948
  2. Ólafur Ragnarsson; Til fundar við skáldið; Veröld, Reykjavík 2007, bls. 28
  Þessi bókmenntagrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.