Arezzo
Útlit
Arezzo er borg í Toskanahéraði á Ítalíu og höfuðstaður samnefndrar sýslu. Íbúar voru rétt rúmlega 90 þúsund talsins árið 2012. Hún stendur á hæð sem rís upp af flóðsléttu Arnófljóts. Etrúrar stofnuðu borgina, en Rómverjar lögðu hana undir sig árið 311 f.Kr.

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Arezzo.