Þvagblaðra
Útlit
Þvagblaðra (fræðiheiti Vesica urinaria) er vöðvarík, teygjanleg blaðra sem tekur við þvagi sem myndast í nýrum. Þvag berst til þvagblöðrunar eftir þvagpípum og safnast þar fyrir þar til kemur að þvaglátum. Þá fer það úr þvagblöðru í þvagrás sem er á botni mjaðmagrindar. Þvagrásin liggur út úr líkamanum.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Þvagblaðra.