Þjóðarflokkurinn (Spánn)
Þjóðarflokkurinn Partido Popular | |
---|---|
Fylgi | 33,05%¹ |
Forseti | Alberto Núñez Feijóo |
Aðalritari | Teodoro García Egea |
Þingflokksformaður | Dolors Montserrat (neðri deild) Ignacio Cosidó (efri deild) |
Stofnár | 1989 |
Höfuðstöðvar | C/ Génova, 13 28004 Madríd, Spáni |
Stjórnmálaleg hugmyndafræði |
Íhaldsstefna, kristileg lýðræðishyggja, efnahagsfrjálslyndi, einveldishyggja |
Einkennislitur | Blár |
Sæti á neðri þingdeild | |
Sæti á efri þingdeild | |
Sæti á Evrópuþinginu | |
Vefsíða | www.pp.es |
¹Fylgi í þingkosningum 2023 |
Þjóðarflokkurinn eða Lýðflokkurinn (spænska: Partido Popular eða PP) er spænskur stjórnmálaflokkur sem var stofnaður árið 1989 á grunni stjórnmálaflokksins Alianza Popular eða AP en sá flokkur var stofnaður af og starfaði undir forystu Manuel Fraga Iribarne sem var innanríkisráðherra og ferðamálaráðherra í stjórnartíð Francos. Þessi nýi flokkur sameinaði íhaldsöfl í AP og ýmsa smærri flokka kristilega demókrata og frjálshyggjuflokka. PP er félagi í hinu miðju- og hægrisinnaða bandalagi Evrópska þjóðarflokksins (EPP) og þeir 16 evrópuþingmenn sem PP hefur sitja í EPP-hópnum. PP er einnig félagi í the Centrist Democrat International and the International Democrat Union og einn af stofnfélögum í Robert Schuman Institute for Developing Democracy in Central and Eastern Europe.
Partido Popular var í ríkisstjórn frá 1996 til 2004 og var forsætisráðherra þá José María Aznar.
Partido Popular tapaði miklu fylgi í kosningum 2004 og flokkurinn Partido Socialista Obrero Español (PSOE) komst þá í forustu. Aðeins þremur dögum fyrir kjördag varð hryðjuverkaárás í Madríd þann 11. mars 2004 og sitjandi ríkisstjórn kenndi umsvifalaust sjálfstæðishreyfingu Baska ETA um árásina. Það kom svo í ljós að árásin var gerð að undirlagi al-Kaída. Því var haldið fram að ríkisstjórnin hefði kennt ETA um árásina eftir að hafa vegið og metið hvað myndi valda sem minnstu fylgistapi á kjördag. Spænska ríkisstjórnin undir forustu Partido Popular hafði tekið þátt í innrás og stríði í Írak undir forustu Bandaríkjanna og var sú þátttaka afar óvinsæl hjá spænskum almenningi. Þegar ljóst var að al-Kaída stóð bak við hryðjuverkin þá snerist almenningsálit á þann veg að talið var að ríkisstjórnin hefði blekkt almenning og er talið að það hafi haft úrslitaáhrif á hið mikla fylgistap PP í kosningunum 2004. Í kosningum árið 2008 vann PP mikið á en náði ekki að hrekja stjórn PSOE frá völdum.
Í kosningum árið 2011 fékk PP 44.62% atkvæða og 186 sæti í þinginu Congreso de los Diputados en PSOE hrökklaðist frá völdum og tapaði 59 þingmönnum.
Ríkisstjórn PP samþykkti í árslok 2011 niðurskurðaráætlun en með henni voru laun opinberrra starfsmanna fryst, vinnuvikan var færð niður í 37,5 klukkustundir og ekki leyft að ráða nýja opinbera starfsmenn nema á sviði öryggismála, heilsu- og menntamála. Felldar voru úr gildi húsaleigubætur fyrir ungt fólk og lágmarkslaun voru fryst og skattar hækkaðir.
Í kosningum árið 2019 missti PP mikið fylgi og fékk einungis 16.7% og varð þriðji stærsti flokkurinn en stærsti flokkurinn varð PSOE og næststærsti flokkurinn Ciudadanos. Flokknum gekk nokkuð betur þegar aðrar kosningar voru haldnar í nóvember sama ár og varð næststærsti flokkurinn á eftir sósíalistum.[1] Flokkurinn varð aftur stærstur á þinginu eftir kosningar árið 2023 en tókst þó ekki að mynda ríkisstjórn.[2]
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- Greinin Partido Popular á dönsku wikipedia
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Atli Ísleifsson (10. nóvember 2019). „Hægriflokkar bæta við sig fylgi á Spáni“. Vísir. Sótt 11. nóvember 2019.
- ↑ Heimir Már Pétursson (24. júlí 2023). „Stjórnarkreppa að loknum kosningum á Spáni“. Vísir. Sótt 9. nóvember 2023.