Forsíða
59.612 greinar á íslensku.
Jimmy Carter
James Earl „Jimmy“ Carter, Jr. (1. október 1924 - 29. desember 2024) var bandarískur stjórnmálamaður úr Demókrataflokknum. Hann var 39. forseti Bandaríkjanna á árunum 1977-1981 og vann friðarverðlaun Nóbels árið 2002.
Jimmy Carter var kjörinn forseti í kosningunum 1976, þar sem hann sigraði sitjandi forsetann Gerald Ford. Ford hafði áður verið varaforseti en hafði tekið við forsetaembættinu af Richard Nixon sem sagði af sér vegna Watergatemálsins. Carter náði kjöri á forsetastól sem pólitískur utangarðsmaður sem var ósnertur af hneykslismálum sem höfðu sett bletti á síðustu ríkisstjórnir landsins. Þrátt fyrir að koma þannig í Hvíta húsið með ferskum andvara glataði Carter smám saman vinsældum sínum vegna versnandi efnahagsástands í kjölfar olíukreppunnar 1979 og þjóðarauðmýkinga á borð við innrás Sovétmanna í Afganistan og gíslatökuna í Teheran. Þessir erfiðleikar stuðluðu að því að Carter tapaði endurkjöri á móti Ronald Reagan, frambjóðanda Repúblikana, í forsetakosningunum 1980.
Vissir þú...
- … að Hayat Tahrir al-Sham, samtökin sem nú ráða yfir meirihluta Sýrlands, klufu sig frá hryðjuverkasamtökunum al-Kaída árið 2013?
- … að tímabjögun eykst til muna eftir því sem einstaklingur kemst nær ljóshraða?
- … að útþensla Rómaveldis inn á landsvæðið sem tilheyrir í dag Þýskalandi stöðvaðist með ósigri Rómverja í orrustunni í Þjóðborgarskógi (sjá mynd) árið 9?
- … að ofþjálfun í styrktarþjálfun getur leitt til álags á hjarta- og æðakerfið, veiklaðs ónæmiskerfis, svefntruflana og hormónatruflana?
- … að Júlía Navalnaja, ekkja rússneska stjórnarandstæðingsins Aleksej Navalnyj, mun sæta handtöku ef hún kemur aftur til Rússlands?
Fréttir
- 15. janúar: Samið er um vopnahlé í stríði Ísraels og Hamas.
- 6. janúar:
- Justin Trudeau segir af sér sem forsætisráðherra Kanada.
- Bjarni Benediktsson tilkynnir að hann hyggist hætta sem formaður Sjálfstæðisflokksins og Alþingismaður.
- 4. janúar: Karl Nehammer, kanslari Austurríkis, tilkynnir um afsögn sína vegna stjórnarkreppu.
- 21. desember: Ráðuneyti Kristrúnar Frostadóttur: Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur fólksins kynna stjórnarsáttmála og ráðherraskipan eftir Alþingiskosningar. (Kristrún Frostadóttir á mynd)
Yfirstandandi: Borgarastyrjöldin í Jemen • Borgarastyrjöldin í Súdan • Innrás Rússa í Úkraínu / Stríð Rússlands og Úkraínu • Stríð Ísraels og Hamas • Sýrlenska borgarastyrjöldin
Nýleg andlát:
David Lynch (15. janúar) • Jean-Marie Le Pen (7. janúar) • Futuregrapher (4. janúar) • David Lodge (1. janúar) • Jimmy Carter (29. desember) • Gylfi Pálsson (29. desember) • Manmohan Singh (26. desember) • Desi Bouterse (23. desember)
17. janúar
- 2002 - Eldgos í Nyiragongo í Austur-Kongó varð til þess að 400.000 hröktust frá heimilum sínum.
- 2003 - Fyrsta greinin í íslenska hluta Wikipedia var skrifuð.
- 2007 - Dómsdagsklukkan var stillt á 5 mínútur í miðnætti.
- 2010 - Átök milli trúarhópa í nígeríska bænum Jos hófust.
- 2013 - Vilborg Arna Gissurardóttir kom á Suðurpólinn og lauk þar með áheitagöngu sinni, 1140 km, sem hún gekk til styrktar kvennadeild Landspítala Íslands. Gangan tók 60 daga en í upphafi var stefnt að 50 dögum.
- 2013 - Bandaríski hjólreiðamaðurinn Lance Armstrong játaði misnotkun lyfja í viðtali hjá Oprah Winfrey.
- 2014 - Hery Rajaonarimampianina var kosinn forseti Madagaskar.
- 2023 - Nguyễn Xuân Phúc sagði af sér sem forseti Víetnams eftir hneykslismál.
Systurverkefni
Commons |