Fara í innihald

Ráðuneyti Kristrúnar Frostadóttur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ráðuneyti Kristrúnar Frostadóttur er núverandi ríkisstjórn Íslands og tók við völdum 21. desember 2024, eftir Alþingiskosningarnar 2024. Hún samanstendur af Samfylkingunni, Viðreisn og Flokki Fólksins. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, er forsætisráðherra og leiðir ríkistjórnina. Ríkistjórnin tók við völdum af öðru ráðuneyti Bjarna Benediktssonar.[1]

Hafa ríkisstjórnarflokkarnir meirihluta á Alþingi með 36 af 63 þingmönnum. Í ríkisstjórninni eru ellefu ráðherrar og fækkar um einn. Samfylkingin hefur fjóra, Viðreisn fjóra og Flokkur fólksins þrjá.[2] Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, verður forseti Alþingis.

Ráðherraskipan

[breyta | breyta frumkóða]
Mynd Nafn Embætti Flokkur
Kristrún Frostadóttir Forsætisráðherra Samfylkingin
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Utanríkisráðherra Viðreisn
Inga Sæland Félags- og húsnæðismálaráðherra Flokkur fólksins
Hanna Katrín Friðriksson Atvinnuvegaráðherra Viðreisn
Logi Einarsson Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra Samfylkingin
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Dómsmálaráðherra Viðreisn
Ásthildur Lóa Þórsdóttir Mennta- og barnamálaráðherra Flokkur fólksins
Eyjólfur Ármannsson Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Flokkur fólksins
Jóhann Páll Jóhannsson Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Samfylkingin
Alma Möller Heilbrigðisráðherra Samfylkingin
Daði Már Kristófersson Fjármála- og efnahagsráðherra Viðreisn
Þórunn Sveinbjarnardóttir Forseti Alþingis Samfylkingin

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur er tekin við völdum - RÚV.is“. RÚV. 21. desember 2021. Sótt 22. desember 2024.
  2. „Ráðuneyti Kristrúnar Frostadóttur skipað - Stjórnarráðið“. Stjórnarráðið. 21. desember 2021. Sótt 22. desember 2024.