Forsíða
60.170 greinar á íslensku.
Woodstock
Woodstock var tónlistarhátíð sem haldin var í Bethel í New York-fylki dagana 15. – 18. ágúst árið 1969. Hátíðin hefur oft verið kölluð „Hátíð tónlistar og friðar“ og er hún talin einn merkasti viðburður tónlistarsögunnar. Hátíðin var kynnt á þennan hátt: „Woodstock Music Festival; An Aquarian Exposition: Three Days of Peace and Music“. Ekki leikur vafi á öðru en að slagorðið hafi haft áhrif því að á hátíðina mættu um hálf milljón manns. Allt þetta fólk var mætt á 600 ekru bóndabýli í þeim tilgangi að vera í tengingu við náttúruna, hlusta á tónlist og njóta friðarins.
Á þessum tímum var hugtakið friður mjög áberandi í samfélaginu og fólk lagði mikið upp úr því að halda hann. Atburðir eins og Víetnamstríðið spiluðu þar virkan þátt en hátíðin hefur með tíð og tíma orðið eins konar táknmynd fyrir hippatímabilið. Skipuleggjendur hátíðarinnar voru fjórir ungir menn John Roberts, Joel Rosenman, Artie Kornfeld og Mike Lang, sá yngsti var þá 27 ára gamall.
Vissir þú...

- … að Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, var á lista BBC yfir 100 áhrifamestu konur heims árið 2024?
- … að kalífinn Uthman ibn Affan lét safna saman staðlaðri útgáfu af Kóraninum sem enn er í notkun í dag og lét eyðilegga allar eldri útgáfur af bókinni?
- … að þýski rithöfundurinn Johann Wolfgang von Goethe var meðlimur í leynifélaginu Illuminati (sjá merki reglunnar á myndinni)?
- … að hugtakið in medias res, sem á við það þegar frásögn hefst „í miðjum klíðum“ í staðinn fyrir að byrja á byrjuninni, kemur fyrst fram í ritinu Ars poetica eftir Hóratíus (um 13 f.Kr.)?
- … að fyrstu geislaspilararnir komu á markað árið 1982?
Fréttir

- 18. maí: Nicușor Dan (sjá mynd) er kjörinn forseti Rúmeníu.
- 17. maí: JJ vinnur Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2025 fyrir Austurríki.
- 8. maí: Robert Francis Prevost kardínáli er kjörinn páfi undir nafninu Leó 14.
- 6. maí: Friedrich Merz tekur við embætti kanslara Þýskalands.
- 3. maí: Verkamannaflokkurinn vinnur sigur í þingkosningum í Ástralíu.
- 28. apríl: Frjálslyndi flokkurinn fer með sigur í þingkosningum í Kanada.
Yfirstandandi: Borgarastyrjöldin í Jemen • Borgarastyrjöldin í Súdan • Innrás Rússa í Úkraínu / Stríð Rússlands og Úkraínu • Stríð Ísraels og Hamas • Sýrlenska borgarastyrjöldin
Nýleg andlát: José Mujica (13. maí) • Lalli Johns (11. maí) • Þorsteinn Vilhjálmsson (10. maí) • Gunnlaugur Claessen (1. maí) • Hrafn Bragason (27. apríl)
25. maí
- 2005 - Liverpool F.C. sigraði A.C. Milan í úrslitaleik meistaradeildar Evrópu 2005.
- 2007 - Bandaríska kvikmyndin Bug var frumsýnd.
- 2008 - Knattspyrnufélagið Valur vígði Vodafonevöllinn við Hlíðarenda.
- 2008 - Geimfarið Phoenix lenti á Mars.
- 2009 - Norður-Kórea tilkynnti að landið hefði gert vel heppnaða kjarnorkutilraun. Sameinuðu þjóðirnar fordæmdu tilraunina.
- 2009 - Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar var stofnað.
- 2011 - Geimferðastofnun Bandaríkjanna hætti að reyna að ná sambandi við Marsbílinn Spirit og lýsti því yfir að verkefninu væri lokið.
- 2013 - Hallsteinsgarður í Grafarvogi var vígður.
- 2013 - Sikileyski presturinn Pino Puglisi sem mafían myrti 1993 var lýstur sæll af kaþólsku kirkjunni.
- 2018 - Almenna persónuverndarreglugerðin tók gildi á Evrópska efnahagssvæðinu.
- 2020 – Bandarískur blökkumaður að nafni George Floyd var kæfður til dauða í haldi bandarískra lögreglumanna í Minneapolis. Dauði hans hratt af stað öldu mótmæla gegn kynþáttabundnu ofbeldi lögreglumanna gegn blökkumönnum.
Systurverkefni
|