allur
Útlit
Íslenska
Óákveðin fornöfn | |||||||
Eintala | Fleirtala | ||||||
(karlkyn) | (kvenkyn) | (hvorugkyn) | (karlkyn) | (kvenkyn) | (hvorugkyn) | ||
Nefnifall | allur | öll | allt | allir | allar | öll | |
Þolfall | allan | alla | allt | alla | allar | öll | |
Þágufall | öllum | allri | öllu | öllum | öllum | öllum | |
Eignarfall | alls | allrar | alls | allra | allra | allra |
Óákveðið fornafn
allur
- [1] nefnifall: eintala, (karlkyn): heill og óskiptur
- allur heimurinn
- [2] hver einasti í hóp
- [3] allt annar og gjörbreyttur, svo gjörsamlega, algerlega
- [4] dáinn, liðinn
- Samheiti
- Orðtök, orðasambönd
- [1] ekki allur þar sem hann er séður (varhugaverður, ekki fullséður eða heill)
- [1] þetta er allur galdurinn (nákvæmlega það sem um er rætt)
- [2] allir fyrir einn og einn fyrir alla (allur hópurinn stendur með hverjum einasta í hópnum og öfugt)
- [2] allir gegn öllum (hver einasti í hópnum á móti hverjum einasta)
- [3] vera allur á bak og burt (gersamlega horfinn)
- [3] ekki er öll nótt úti enn (enþá getur allt breyst)
- [3] vera allur annar maður (allt önnur og gjörbreytt líðan)
- [4] nú er hann allur (nú er hann dáinn)
- Sjá einnig, samanber
Þýðingar
[breyta]
- Tilvísun
Icelandic Online Dictionary and Readings „allur “
Færeyska
Óákveðið fornafn
allur
- [1] allur