Windows 10
Windows 10 er útgáfa af stýrikerfinu Windows frá Microsoft, sem tók við af Windows 8.1. Windows 10 kom út 29. júlí 2015 og fæst annað hvort sem 32-bita (x86) eða 64-bita (x64); og síðar kom út afbrigði frá Microsoft fyrir Arm örgjörva, og sú útgáfa af stýrikerfinu getur líka keyrt x86 forrit (með hermun sem ræður við flest forrit), þ.e. keyrir hefðbundin Windows forrit. Windows 11 er næsta útgáfa sem tekur við, og flestir geta uppfært og var boðið að uppfæra í ókeypis.
Windows 10 (og 11) bíður upp á stuðning við Linux forrit, því WSL2 undirkerfið inniheldur Linux kjarna; og Linux dreyfingar (e. distro), t.d. Ubuntu.
Windows 10 er síðasta útgáfan af Windows fyrir 32-bita örgjörva og tölvur með BIOS. Arftakinn, Windows 11, þarf UEFI (sem er arftaki BIOS) og 64-bita örgjörva (x86-64 eða ARMv8).
Á heimsvísu tók Windows 10 framúr vinsældum Windows 7 (sem áður hafði orðið vinsælast og tekið við af Windows XP), og skv. StatCounter var Ísland fyrsta landið til að gera það, og er enn langvinsælasta útgáfan af Windows í heiminum að meðaltali og á Íslandi þar sem 80% af Windows notendum nota þá útgáfu. Aðrar útgáfur (fyrir heimanotendur) en Windows 7 eða 10 eru nú hverfandi lítið notaðar, alla vega ekki á Íslandi, fyrir utan arftakann Windows 11 sem er að ryðja sér til rúms á Íslandi og annars staðar.
Öllum stuðingi við Windows 10 verður hætt 14. október 2025 (með fáum undantekningum t.d. fyrirtækja LTSC útgáfan verður studd til 12. janúar 2027) og nú þegar er aðeins Windows 11 með fullan stuðning (e. mainstream support) auk fyrirtækja (LTSB/LTSC) útgáfa af Windows 10.