Fara í innihald

Volaða land

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Volaða land
LeikstjóriHlynur Pálmason
HandritshöfundurHlynur Pálmason
FramleiðandiAnton Máni Svansson
Katrin Pors
Mikkel Jersin
Eva Jakobsen
LeikararElliott Crosset Hove
Ingvar E. Sigurðsson
KlippingJulius Krebs Damsbo
TónlistAlex Zhang Hungtai
LandÍsland
Danmörk
Frakkland
Svíþjóð

Volaða land er kvikmynd eftir Hlyn Pálmason frá árinu 2022. Titill myndarinnar vísar í samnefnt ljóð eftir Matthías Jochumsson.[1]

Volaða land er saga af metnaði, trú, fjölskyldu og hefnd undir lok 19. aldar. Danskur prestur ferðast til Íslands með það verkefni að reisa kirkju og ljósmynda fólkið í harðneskjulegri náttúrunni. Presturinn afvegaleiðist er áhugi hans eykst á ungri konu í þorpinu og hrindir það af stað villimannslegum deilum.[2]

  1. „Talað við hina dauðu“. www.mbl.is. Sótt 22. janúar 2022.
  2. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. janúar 2022. Sótt 22. janúar 2022.