Viðmót
Útlit
Viðmót er í tölvunarfræði mörk á milli tveggja hluta tölvukerfis sem upplýsingum eru miðlað yfir. Mörkin geta verið á milli hugbúnaðar, vélbúnaðar, jaðartækja og manneskja. Sum tölvutæki eins og snertiskjáar geta bæði sent gögn og tekið á móti þeim í gegnum viðmótið, en með öðrum tækjum eins og mýs og stýripinnar fara gögn í aðeins eina átt.
Viðmót skiptast í þrjár aðaltegundir: vélbúnaðarviðmót, hugbúnaðarviðmót og notandaviðmót. Vélbúnaðarmót er að finna í mörgum tölvuíhlutum, sérstaklega inntak- og úttakstækjum. Hugbúnaðarmót eru margvísleg og á mörgum stigum. Notandaviðmótið er samskiptapunkturinn á milli tölvunnar og notandans og getur falið í sér ólík samskiptaform, svo sem myndir, hljóð, hreyfingu og fleira.