Taípei 101
Útlit
Taípei 101 er 449,2 metra há bygging sem staðsett er í Taípei, höfuðborg Tævan. Byggingin er hæsti skýjakljúfur heims. Til eru hærri mannvirki, sem ekki teljast byggingar, heldur frístandandi turnar.
Nafnið (101) er dregið af fjölda hæða í húsinu. Allt í allt er byggingin 509,2 metra há ef turninn á þakinu er talinn með, en sú tala er oftast notuð þegar hæð byggingarinnar er talin. Fleira er merkilegt við bygginguna en hæðin: t.d. er meginhluti hennar átta kassar sem hver inniheldur átta hæðir, en átta er talin gæfutala í Tævan, enda stendur byggingin við eitt virkasta jarðskjálftasvæði heims. Meðan á byggingunni stóð skók einn stór jarðskjálfti Taípei og féllu þá tveir risakranar niður á jörðina en aðeins einn lét lífið.