Sveinn Rúnar Hauksson
Sveinn Rúnar Hauksson (f. 10. maí 1947) er íslenskur læknir sem kunnastur er fyrir störf sín að friðar- og mannúðarmálum, meðal annars sem formaður Félagsins Ísland-Palestína um árabil.
Ævi og störf
[breyta | breyta frumkóða]Sveinn Rúnar fæddist og ólst upp í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá MR árið 1967 og læknanámi við Háskóla Íslands. Á háskólaárunum var hann virkur í starfi Verðandi, félagi róttækra stúdenta og gegndi starfi framkvæmdastjóra Stúdentaráðs árið 1974. Hann var jafnframt virkur í starfi ýmissa samtaka einkum á sviði alþjóðamála, má þar nefna Víetnamnefndina sem hann veitti forstöðu 1972-75 og Grikklandshreyfinguna.
Rétt um tvítugt vakti Sveinn Rúnar athygli fyrir störf sín í þágu TENGLA, sem voru sjálfboðaliðasamtök á sviði geðheilbrigðismála, sem áttu talsverðan þátt í að vekja umræður um stöðu geðsjúkra í byrjun áttunda áratugarins.
Að loknu framhaldsnámi í Danmörku árið 1979 sneri Sveinn Rúnar aftur til Íslands og varð formaður miðnefndar Samtaka herstöðvaandstæðinga 1979-80. Þegar leið á níunda áratuginn tók hann í vaxandi máli að einbeita sér að málefnum Palestinumanna. Hann var fyrsti formaður Félagsins Ísland-Palestína, sem stofnað var síðla árs 1987 og gegndi því starfi um langt árabil.[1]
Sveinn Rúnar er tvíkvæntur. Seinni kona hans er Björk Vilhelmsdóttir fv. borgarfulltrúi.
Sveinn Rúnar hefur lengi verið einn kunnasti berjatínslumaður þjóðarinnar og er hann reglulega fenginn til að leggja mat á berjastprettu í fjölmiðlum.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Sveinn Rúnar Hauksson fimmtugur“. Dagblaðið Vísir. 10. maí 1997. Sótt 1. janúar 2019 2018.