Fara í innihald

Strætisvagnar Akureyrar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Strætisvagn frá SVA á leið 1.

Strætisvagnar Akureyrar (skammstafað SVA) er fyrirtæki sem sér um almenningssamgöngur á Akureyri fyrir hönd Akureyrarbæjar. Fyrirtækið var stofnað sem hlutafélag með styrk frá bæjarsjóði árið 1956.

Frá og með 2007 voru ferðir með vögnunum gerðar gjaldfrjálsar. Í frétt á mbl.is kom fram að farþegum hafi fjölgað um rúm 60% eftir þetta, eða úr 640 í þriðju viku ársins 2006 í að meðaltali 1020 um sama leyti 2007.[1]

Leiðakerfið samanstendur af sex leiðum sem aka á virkum dögum á klukkustundar fresti.[2] Klukkan 7:40 ekur aukaferð á leið 6 yfir vetrartímann.[3]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Farþegum strætisvagna á Akureyri stórfjölgar“.
  2. Akureyrarkaupstaður. „Strætó“. Akureyrarbær. Sótt 9. október 2024.
  3. Strætisvagnar Akureyrar (maí 2022). „Tímatafla leiðar 6“ (PDF). Akureyrarbær.
  Þessi samgöngugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.