Fara í innihald

Spjall:Hvammstangi

Innihald síðu er ekki stutt á öðrum tungumálum.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Lýsing á Hvammstanga (byrjun 20.aldar)

[breyta frumkóða]

Set hérna lýsingu Hannesar Jónssonar (26. maí 1892 - 21. júlí 1971), kaupmanns í Reykjavík, á Hvammstanga í byrjun 20.aldar, þegar hann kom þar sem barn:

Þegar ég kom fvrst á Hvammstanga var ekki önnur hús né mannvirki sem ég man eftir, öll fyir norðan Hvammstanga. Efst var torfbær. þar sem Guðrún Ólafsdóttir seldi kaffi á 15 aura bollann, og gaf brennivínssnafs út í. Nokkru neðar var læknishúsið, snoturt timurhús, þar bjó Björn Blöndal læknir. Norðar, nær andspænis læknishúsinu var hús úr torfi, með timburhlið og gafli. Þar bjó Jóhann Jóhannsson frá Gröf. Rétt þar fyrir neðan var timburskúr, kallaður pöntunarskúrinn, þar sem Árni á Hörghóli afhenti pöntunarvörur frá Dalafélaginu. Þar niður undan var torfbær með timburhlið og gafli, þar bjó Guðmundur Guðmundsson járnsmiður síðar. Og fremst á tanganum norðanverðum var Möllers húsið, þar sem Jóhann Möller bjó, stórt timburhús og fallegt, en rétt neðan við það var geymsluskúr. Auslan á tanganum var fremst Riis búin, stórt verzlunahús, hæð og rís, en nær sjónum var saltskúr, þar sem fé var slátrað á haustin. Nokkru ofar en Riisbúðin var faktorshúsið, timburhús, þar sem verzlunarstjórinn bjó, Sigurbjarni Jóhannessson, góður maður og góðmannlegur, sem sýndi öllum sömu kurteisi. Hann var vel klæddur, með gull-lonniettur með gullkeðju, sem var fest í vestið. Bakvið faktorshúsið var torfbær, verkamannabærinn, þar sem verkamenn Riis sváfu í sláturtíðinni a haustin. Öðrum húsum man ég ekki eftir nema sjóbúðinni hans Stefáns frá Ánastöðum. Hún var út með kökkunum, lítill torfbær. Á malarkambinum norðan á tanganum voru reknir niður tréstaurar með tréslám á milli. Þar átti víst að setja á trégrindur, til að þurka á saltfisk, Aldrei var þó fiskverkun á Hvammstanga, enda fiskaðist þá lítið á Miðfirði. Fyrir sunnan ána var engin byggð, nema hjallurinn frá Syðsta hvammi, torfkofi, með tirnburrimlum í göflum. En þar var þá þegar blessaður sálarháski, uppskipunarbátur, sem Dalafélagið átti, hriplekur og ónýtur, og lá þarna afvelta í fjörunni. Riisverzlunin var aðalverzlunin og hafði traust almennings en Möllersverzlunin var litin hornauga, sagt var að væri dagprísar á kraminu. Pöntunarfélagið var lítið en öruggt. Þar var aldrei rifist út af reikningunum eftir áramótin, eins og hjá hinum verzlununum. Árni mundi allt. 46.182.189.15 9. júlí 2023 kl. 01:10 (UTC)[svara]