Spjall:Fjölskylda
Útlit
Af hverju var verið að færa þetta? Þótt "fjölskylda" sé líka hugtak innan mengjafræðinnar þá held ég að það liggi í augum uppi að hin merkingin er sú sem flestir myndu búast við ef þeir fletta þessu upp. Ef ein merking orðsins er miklu algengari en allar aðrar, þá á sjálft heitið að vera sú grein, en aðgreiningarsíða (með (aðgreining) viðhengt í greinarheitið) að gera grein fyrir hinum merkingunum. --Akigka 10. apríl 2008 kl. 21:10 (UTC)
- Ef orð hefur fleiri en eina merkingu, ætti það að vísa á aðgreiningarsíðu, samam hversu "ómerkileg" sem hin merkingin er. Ég hélt að það væri sú óskráða regla sem notuð hefur verið hingað til! Thvj 12. apríl 2008 kl. 08:25 (UTC)
- Nei, það er ekki rétt að það sé regla. Ef ein merking er langalgengust þá er það hún sem blívur (sjá t.d. Óðinn) á þeirri forsendu að langlíklegast sé það sú merking sem notandi er að leita að. Ef aðeins er um tvær merkingar að ræða þá er ekki einu sinni sett upp aðgreiningarsíða heldur látið nægja að setja aðgreiningartengil efst í greinina (sbr. Armenía) sem getur hugsanlega átt við hér. --Akigka 12. apríl 2008 kl. 12:33 (UTC)
- Akigka hefur lög að mæla. Þetta er hin óskráða regla. --Cessator 12. apríl 2008 kl. 17:49 (UTC)