Fara í innihald

Sjangri-La

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sjangri-La er skáldað ríki búddamunka í földum dal í Kúnlúnfjöllum. Dalnum er lýst í skáldsögu James Hilton, Horfin sjónarmið (e. Lost horizon) frá 1933. Íbúar Sjangri-La lifa miklu lengur en aðrir.

Fyrirmyndir Hiltons hafa verið taldar búddíska goðsagan um Sjambhala, Hunza-dalur í norðurhluta Pakistan og menning íbúa norðvesturhluta Júnnanhéraðs í Kína.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.