Siegen
Útlit
![](http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/f/fa/Oberstadt_siegen.jpg/220px-Oberstadt_siegen.jpg)
Siegen er borg í þýska sambandslandinu Norðurrín-Vestfalía. Íbúar eru um 102.000 (2020). Siegen er háskólaborg. Landsvæði borgarinnar er hæðótt og er meðalhæð 290 metrar. Hæsti punktur er við Pfannenberg í 499 metrum.
Árið 1975 sameinaðist Siegen bæjunum Hüttental og Eiserfeld og þá bættust 60.000 íbúar við borgina sem taldi þá yfir 100.000 íbúa.