Fara í innihald

Selfridges

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Selfridges í Birmingham.

Selfridges er deildaverslunarkeðja á Bretlandi, stofnuð af Bandaríkjamanninum Harry Gordon Selfridge. Höfuðverslunin er í Oxford Street í London og er önnur stærsta verslunin á Bretlandi á eftir Harrods. Verslunin við Oxford Street opnaði þann 15. mars 1909 og í seinni tíð opnuðu þrjár aðrar verslanir í Trafford (1998) og Exchange Square (2002) í Manchester og sú síðasta í Bullring í Birmingham (2003).

Stofnandinn skapaði aðferðir enn í notkun af deildaverslunum í dag, til dæmis sýndi hann vörur svo að viðskiptavinir gætu séð þær áður en þeir keyptu. Einnig setti hann upp ilmvatnsbúðarborð að framanverðu verslunar sem varð mjög arðbært. Talið er að til Harrys eða Marshalls Field megi rekja orðtakið „the customer is always right“ eða „viðskiptavinurinn hefur ávallt rétt fyrir sér“ sem var notað víða í auglýsingum fyrir verslunina. Harry hélt líka sýningar í versluninni, til dæmis var fyrsta opinbera sjónvarpssýningin á fyrstu hæð í Selfridges árið 1925.

Verslanirnar eru þekktar fyrir að hafa merkilegan arkitektúr, verslunin í Oxford Street var hönnuð af arkitektinum Daniel Burnham. Verslunin í Birmingham er skrýtin í formi og þakin með 15.000 diskum úr áli.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.