Safali
Safali | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Martes zibellina (Linnaeus, 1758) | ||||||||||||||
Útbreiðslukort
|
Safali (fræðiheiti: Martes zibellina) er tegund marða sem lifir í barrskógabelti Asíu (Rússlandi, austurhluta Kasakstan, norðurhluta Mongólíu, Kína, Kóreu og Hokkaidō í Japan)[2] og hefur verið mjög eftirsóttur síðan á miðöldum vegna felds síns. Útbreiðsla hans var áður miklu meiri og náði vestur til Póllands og Skandinavíu í byrjun miðalda.[3] Orðið safali er einnig haft um feldinn sjálfan sem enn í dag er lúxusvara. Nær öll skinn á markaðnum eru af dýrum úr ræktunarbúum. Í tímaritinu Náttúrufræðingnum árið 1931 stendur:
- Hið fræga grávörudýr, safallinn (rándýr af marðaættinni), sem lifir í Síberíu, er eins á litinn allt árið, fagurgrár.
Orðsifjar
[breyta | breyta frumkóða]Nafnið „safali“ virðist vera af slavneskum uppruna og hefur komið í orðaforða flestra vesturevrópskra tungumála í gegnum skinnaverslun snemma á miðöldum.[4] Þannig að rússneska соболь (sobol) og pólska soból urðu þýska Zobel, hollenska Sabel, enska Sable; franska zibeline, spænska cibelina, cebellina, finnska soopeli, portúgalska zibelina og miðaldalatínu zibellina, sem kemur frá ítölsku zibellino.
Lýsing
[breyta | breyta frumkóða]Karldýrin eru 38 til 56 sentimetrar á lengd en skottið er yfirleitt 9 til 12 sm þar af. Þeir vega oftast á bilinu 880 til 1800 grömm. Kvendýrin eru aðeins smærri og eru oftast 35 til 51 sm á lengd en skottið mælist 7,2 til 11,5 sm þar af.[5] Vetrarfeldurinn er síðari og þéttari en sumarfeldurinn.[3] Mismunandi undirtegundir sýna landfræðilegan breytileika í feldlit;[a] liturinn getur verið frá ljósbrúnum til nær svarts. Dýrin eru yfirleitt ljósari á kviði og dekkri á baki og fótum.[6] Japanskir safalar (þekktir sem クロテン eða kuroten)[7] eru sérstaklega dökkir á baki og fótum.[8] Einstaklingar geta einnig haft ljósan blett framan á hálsi sem getur verið grár, hvítur eða ljósgulur.[3] Feldurinn er mýkri og silkikenndari en á amerískum mörðum.[9] Safalar líkjast mikið skógarmerði í stærð og útliti, en hafa frammjórra höfuð, lengri eyru og hlutfallslega styttri skott.[10]
Lífshættir
[breyta | breyta frumkóða]Safalar búa í þéttvöxnum skógum, einkum greni, furu, lerki, sedrus, og birki, bæði á láglendi og hálendi. Þeir verja svæði sem getur verið frá 4 til 30 ferkílómetra á stærð, allt eftir landslagi og framboði af fæðu. Hinsvegar geta þeir farið umtalsverðar vegalengdir í fæðuleit og 6 til 12 km á dag hafa verið skráð.[11]
Safalar búa í göngum nálægt ám og í þéttustu skógum. Þeir eru góðir að klifra kletta og tré.[12] Þeir eru aðallega rökkurdýr, veiða á mörkum dags og nætur, en eru virkari að degi til á mökunartíma. Bæli þeirra eru vel falin, og fóðruð með grasi og feldhárum, en geta verið tímabundin, sérstaklega á veturna, þegar dýrið ferðast víða í leit að bráð.[11]
Safalar eru alætur, og er fæða þeirra breytileg eftir árstíðum. Að sumri veiða þeir mikið héra og önnur smá spendýr. Að vetri, þegar þeir eru bundir við bæli sín vegna frosts og snjóa, éta þeir ber, nagdýr, héra, og jafnvel smáa moskushirti.[11] Þeir veiða einnig hreysiketti, smáar víslur og fugla. Stundum fara safalar í slóðir úlfa og bjarna og nærast á leifum bráðar þeirra.[8] Þeir éta lindýr svo sem snigla, sem þeir nudda við jörðina til að losna við slímið. Safalar éta einnig fisk sem þeir veiða með framloppunum.[12]
Safalar veiða aðallega eftir hljóð og lykt, og hafa mjög næma heyrn. Þeir marka sér svæði með lykt sem þeir mynda með lyktarkyrtli á kviði.[11] Rándýr safala eru flest stærri rándýr, svo sem úlfar, refir, jarfar, tígrisdýr, gaupur, ernir og stórar uglur.[11]
Fjölgun
[breyta | breyta frumkóða]Mökun er yfirleitt milli júní og 15da ágúst, þó er tímabilið breytilegt eftir landssvæðum.[3][6] Þegar þeir eru að para sig, hlaupa þeir, hoppa og mala (áþekkt köttum). Karldýrin grafa meters langar rásir í snjóinn, gjarnan með tíðum þvaglátum.[13] Karldýrin berjast kröftuglega við hvert annað um hylli kvendýranna.[3] Kvendýrin fá egglos (estrus) að vori. Mökun getur tekið allt að átta tíma. Eftir frjóvgun, festist ekki kímblöðru við vegg legsins. Þess í stað gerist það átta mánuðum síðar; þó meðganga endist í 245 til 298 daga, þá tekur þroski fósturs aðeins 25–30 daga.[6] Safalar eignast afkvæmin í holum trjám sem þeir fóðra með mosa, blöðum og grasi.[8] Gotin eru frá einum til sjö unga, þó yfirleitt séu þeir tveir til þrír. Karldýrin hjálpa kvendýrunum við að verja svæðin og safna fæðu.[13]
Safalar fæðast með bæði augu lokuð og með mjög gisinn feld. Nýfæddir ungar eru um 25 til 35g og 10 til 12 sm langir.[3][6][11] Þeir opna augun eftir 30 til 36 daga, og yfirgefa bælið stuttu seinna.[5][6] Sjö vikna gamlir hætta þeir á spena og er gefið uppæld fæða.[3] Þeir ná kynþroska tveggja ára gamlir.[5] Þeir hafa náð allt að 22 ára aldri á loðdýrabúum, en villtir ná þeir allt að 18 árum.[11]
Safalar geta blandast skógarmörðum. Þetta hefur sést í náttúrunni, þar sem útbreiðsla þessara tveggja tegunda skarast í Úralfjöllum, og er stundum gert viljandi á loðdýrabúum. Blendingurinn, nefndur kidus, er aðeins minni en hreinræktaður safali, með grófari feld, með langt úfið skott,en að öðru leyti eins. Kidus er venjulega ófrjór, þó hefur eitt skráð tilfelli verið þar sem kvenkyns kidus eignaðist afkvæmi með skógarmerði.[11]
Neðanmálsgreinar
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Með „breytileika“ er átt við frávik innan tegundar.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Monakhov, V.G. (2016). „Martes zibellina“. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 2016: e.T41652A45213477. doi:10.2305/IUCN.UK.2016-1.RLTS.T41652A45213477.en. Sótt 7. ágúst 2024.
- ↑ Harrison, D. J. (editor) (2004). Martens and Fishers (Martes) in Human-Altered Environments: An International Perspective. Springer-Verlag. ISBN 0-387-22580-3.
- ↑ 3,0 3,1 3,2 3,3 3,4 3,5 3,6 Ognev, S. (1962). Mammals of Eastern Europe and Northern Asia. Jerusalem: Israel Program for Scientific Translations.
- ↑ “sable, n., etymology of” The Oxford English Dictionary. 2nd ed. 1989. OED Online. Oxford University Press. http://dictionary.oed.com/ Geymt 25 júní 2006 í Wayback Machine. Accessed: 11-2-2008
- ↑ 5,0 5,1 5,2 Walker's mammals of the world, Volume 1, Ronald M. Nowak, published by JHU Press, 1999, ISBN Kerfissíða:Bókaheimildir/0-8018-5789-9
- ↑ 6,0 6,1 6,2 6,3 6,4 (1990) Grizimek's Encyclopedia of Mammals Volume 3. New York: McGraw-Hill.
- ↑ „WILD WATCH: SABLES AND THEIR ILK, Cuteness belies killers' true nature By MARK BRAZIL“. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. júlí 2012. Sótt 2. ágúst 2016.
- ↑ 8,0 8,1 8,2 The trapper's guide: a manual of instructions for capturing all kinds of fur-bearing animals, and curing their skins; with observations on the fur-trade, hints on life in the woods, and narratives of trapping and hunting excursions by Sewell Newhouse, edited by John Humphrey Noyes, published by Oneida Community, 1867
- ↑ The Friend: A Religious and Literary Journal, Volume 32, 1859
- ↑ General zoology, or, Systematic natural history, by G. Shaw, 1800
- ↑ 11,0 11,1 11,2 11,3 11,4 11,5 11,6 11,7 Monakhov, V.G. (2011). „Martes zibellina (Carnivora: Mustelidae)“. Mammalian Species. 43 (1): 75–86. doi:10.1644/876.1.
- ↑ 12,0 12,1 The Fur Bearing Mammals of the Soviet Union, produced by London's Hudson Bay, in association with v/o sojuzpushnina
- ↑ 13,0 13,1 Tarasov, P. 1975. Intraspecific Relations in Sable and Ermine. Pp. 45-54 in C. King, ed. Mustelids: Some Soviet research. Boston Spa: British Library Lending Division.