Fara í innihald

Rob Lowe

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Rob Lowe
Rob Lowe
Rob Lowe
Upplýsingar
FæddurRobert Hepler Lowe
17. mars 1964 (1964-03-17) (60 ára)
Ár virkur1979 -
Helstu hlutverk
Sam Seaborn í The West Wing
Robert McCallister í Brothers & Sisters
Chris Traeger í Parks and Recreation
Sodapop Curtis í The Outsiders
Billy Hicks í St. Elmo´s Fire

Rob Lowe (fæddur Robert Hepler Lowe , 17. mars 1964) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í The West Wing, St. Elmo's Fire, The Outsiders, Brothers & Sisters og Parks and Recreation.

Fjölskylda

[breyta | breyta frumkóða]

Lowe fæddist í Charlottesville, Virginía en ólst upp í Malibu, Kaliforníu og er af þýskum, írskum,enskum, welskum og skoskum uppruna. Bróðir hans er leikarinn Chad Lowe.

Lowe stundaði nám við Santa Monica High School ásamt leikurunum Emilio Estevez, Charlie Sheen, Sean Penn, Chris Penn og Robert Downey, Jr.

Lowe giftist snyrtifræðingnum Sheryl Berkoff árið 1991 og saman eiga þau tvö börn.

Rithöfundur

[breyta | breyta frumkóða]

Lowe gaf út ævisögu sína Stories I Only Tell My Friends í maí 2011.[1]

Kynlífshneyksli

[breyta | breyta frumkóða]

Árið 1988 þá lenti Lowe í kynlífshneyksli eftir að myndbandi með honum og tveimur stúlkum var lekið. Önnur stúlkan var sextán ára en hin var 22 ára. Myndbandið var tekið upp kvöldið fyrir ráðstefnu demókrata árið 1988 í Atlanta. Lowe tilkynnti að hann vissi ekki að önnur stúlkan hafði verið undir aldri og var það staðfest að þau kynntust á bar.[2]

Öðrum hluta myndbandsins var einnig lekið en sá sýndi Lowe og vin hans Justin Moritt hafa samfarir við unga konu að nafni Jennifer á hótelherbergi í París. Þessi hluti af myndbandinu var seldur sem kynlífsmyndband. Hafði þetta alvarlegar afleiðingar fyrir feril og ímynd hans.[3]

Í apríl 2008 hóf Lowe málaferli gagnvart þremur fyrrverandi starfsmönnum sínum vegna brota á samningum og niðrandi ummæla um fjölskyldu hans.[4] Þann 19. júní 2008 þá var tveimur málsóknunum vikið frá vegna skorts á lagalegum grundvelli.[5] Málaferlunum lauk í mars 2009 eftir að þeim var vísað frá að ósk lögmanna beggja aðila.[6]

Góðgerðarmál

[breyta | breyta frumkóða]

Lowe var fyrsti karlkyns forsvarsmaður fyrir Lee National Denim Day fjáröflunarsamkomuna árið 2000 en hún aflar fjármagni fyrir rannsóknir á brjóstakrabbameini og kennslu. Bæði amma og langammma hans voru greindar með brjóstakrabbamein og móðir hans lést úr sjúkdómnum árið 2003.

Lowe er stofnandi Homeowner's Defense Fund, sjálfseignarstofnun sem ætlað er að aðstoða skipulagningu landsvæða í Santa Barbara sýslunni og gagnsæis hjá stjórnvöldum.[7]

Lowe kom fram í leikritinu A Little Hotel on the Side árið 1992.

Fyrsta sjónvarpshlutverk Lowe var árið 1979 í A New Kind of Family þar sem hann lék Tony Flanagan til ársins 1980.

Á árunum 2003 – 2006 lék Lowe aðahlutverkið í þremur þáttum sem lifðu stutt, The Lyon's Den sem John „Jack“ Turner, Beach Girls sem Jack Kilvert og Dr. Vegas sem dr. Billy Grant.

Lowe lék eitt af aðalhlutverkunum í The West Wing sem Sam Seaborn sem hann lék frá 1999 – 2003. Endurtók hann hlutverkið í seinustu þáttunum af sjöundu þáttaröðinni.

Frá 2006 – 2010 lék Lowe í Brothers & Sister sem Robert McCallister eiginmann persónu Calistu Flockhart.

Hann hefur síðan 2010 verið hluti af Parks and Recreation sem Chris Traeger.

Fyrsta kvikmyndahlutverk Lowe var árið 1983 í The Outsider þar sem hann lék Sodapop Curtis. Leikstjóri myndarinnar var Francis Ford Coppola og meðleikarar hans voru Matt Dillon, Tom Cruise, Emilio Estevez, C. Thomas Howell og Patrick Swayze. Lék hann síðan í Oxford Blues, St. Elmo's Fires og Youngblood á árunum 1984 – 1986.

Lowe var þekktur á 9. áratugnum fyrir að vera hluti af Brat Pack hópnum, ásamt Judd Nelson, Mare Winningham, Anthony Michael Hall, Demi Moore, Ally Sheedy, Molly Ringwald, Emilio Estevez og Andrew McCarthy.

Hann hefur síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við Wayne's World, Mulholland Falls, Contact, Under Pressure, Thank You for Smoking og Breakaway.

Lék hann yngri útgáfuna af persónunni Nr. 2 í Austin Powers myndunum.

Kvikmyndir og sjónvarp

[breyta | breyta frumkóða]
Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1983 The Outsiders Sodapop Curtis
1983 Class Skip
1984 The Hotel New Hampshire John Berry
1984 Oxford Blues Nick De Angelo
1985 St. Elmo's Fire Billy Hicks
1986 Youngblood Dean Youngblood
1986 About Last Night Danny Martin
1987 Square Dance Rory
1988 Masquerade Tim Whalen
1990 Bad Influence Alex
1991 The Dark Backward Dirk Delta
1992 The Finest Hour Lawrence Hammer
1992 Wayne's World Benjamin Kane
1995 Frank & Jesse Jesse James
1995 Tommy Boy Paul Barish ónefndur á lista
1996 Fox Hunt Edison Pettibone
1996 Mulholland Falls Hodlum óskráður á lista
1997 Austin Powers: International Man of Mystery Vinur glæpamanns ónefndur á lista
1997 Living in Peril Walter Woods
1997 Contact Richard Rank
1997 Hostile Intent Cleary
1998 For Hire Mitch Lawrence
1999 Dead Silent Kevin Finney
1999 Austin Powers: The Spy Who Shagged Me Yngri útgáfan af Nr. 2
2000 Under Pressure John Spencer
2000 The Specials The Weevil
2001 Proximity William Conroy
2002 Austin Powers in Goldmember Mið Nr. 2
2003 View from the Top Aðstoðar flugstjórinn Steve Bench
2005 Thank You for Smoking Jeff Megall
2009 The Invention of Lying Brad Kessler
2011 I Melt With You Jonathan
2011 Breakaway Þjálfarinn Dan Winters
2012 Knife Fight Paul Turner
2012 Glide Jack Í frumvinnslu
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1979 – 1980 A New Kind of Family Tony Flanagan 11 þættir
1980 – 1981 ABC Afterschool Specials Charles Elderberry/Jeff Bartlett 2 þættir
1981 Mean Jeans ónefnt hlutverk Sjónvarpssería
1983 Thursday's Child Sam Alden Sjónvarpsmynd
1990 If the Shoe Fits Francesco Salvitore Sjónvarpsmynd
1993 Great Performances Læknirinn Culrowicz Þáttur: Suddenly, Last Summer
1994 The Stand Nick Andros 4 þættir
1995 The Larry Sanders Show Rob Lowe Þáttur: The Bump
1996 On Dangerous Ground Sean Dillon Sjónvarpsmynd
1997 Midnight Man Sean Dillon Sjónvarpsmynd
1998 Stories from My Childhood ónefnt hlutverk Þáttur: Ivan and His Magic Pony
Talaði inn á
1998 Outrage Tom Casey Sjónvarpsmynd
1999 Atomic Train John Seger Sjónvarpsmynd
1999 Winding Roads Partýmeðlimur Sjónvarpsmynd
2001 Jane Doe David Doe Sjónvarpsmynd
2002 Framed Mike Santini Sjónvarpsmynd
2002 The Christmas Shoes Robert Layton Sjónvarpsmynd
2003 The Lyon's Den John ´Jack´ Turner 13 þættir
2004 Salem's Lot Ben Mears Sjónvarpsmynd
2004 Perfect Strangers Lloyd Rockwell Sjónvarpsmynd
2005 Beach Girls Jack Kilvert 6 þættir
2005 The Christmas Blessing Robert Layton Sjónvarpsmynd
1999 – 2006 The West Wing Sam Seaborn 82 þættir
2004 – 2006 Dr. Vegas Dr. Billy Grant 10 þættir
2006 A Perfect Day Rob Harlan Sjónvarpsmynd
2007 Family Guy Stanford Corday Þáttur: Road to Rupert
Talaði inn á
2007 Stir of Echoes: The Homecoming Ted Cogan Sjónvarpsmynd
2007 Brothers & Sisters: Family Album Robert McCallister Sjónvarpsmynd
2009 Too Late to Say Goodbye Bart Corbin Sjónvarpsmynd
2006 – 2010 Brothers & Sisters Robert McCallister 78 þættir
2011 Young Justice Kapteinn Marvel 2 þættir
2012 Drew Peterson: Untouchable Drew Peterson Sjónvarpsmynd
2011-2012 Californication Eddie Nero 4 þættir
2010 – til dags Parks and Recreation Chris Traeger 40 þættir
2013 To Appomattox Ulysses S. Grant 8 þættir
Í frumvinnslu

Verðlaun og tilnefningar

[breyta | breyta frumkóða]

Emmy-verðlaunin

  • 2001: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir The West Wing.

Golden Globe-verðlaunin

  • 2001: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2000: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 1988: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Square Dance.
  • 1984: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í seríu, míniseríu eða sjónvarpsmynd fyrir Hallmark Hall of Fame.

Razzie-verðlaunin

  • 1986: Verðlaun sem versti leikari í aukahlutverki fyrir St. Elmo's Fire.

Screen Actors Guild-verðlaunin

  • 2003: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2002: Verðlaun sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2001: Verðlaun sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.

TV Guide-verðlaunin

  • 2001: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í dramaseríu fyrir The West Wing.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Ævisaga og ferill Rob Lowe á heimasíðu hans“. Afrit af upprunalegu geymt þann 11. júní 2012. Sótt 30. maí 2012.
  2. Berens, Jessica (8. júlí 2001). „Lowe profile“. The Observer. Sótt 7. ágúst 2010.
  3. Ogunnaike, Lola (19. mars 2006). „Sex, Lawsuits and Celebrities Caught on Tape“. New York Times. Sótt 15. maí 2011.
  4. Dodd, Johnny. (7. apríl 2008) Rob Lowe Lawsuit Claims Ex-Employee Had Sex on His Bed, Stole Prescription Drugs – Crime & Courts, Rob Lowe Geymt 14 október 2012 í Wayback Machine. People.com. Skoðað 19. janúar 2011.
  5. Lee, Ken (19. júní 2008). „Judge Dismisses Two Claims Against Rob Lowe“. People. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. október 2012. Sótt 19. júní 2008.
  6. „Rob Lowe Ends Fight With Second Nanny“ ABC. 14. maí 2009
  7. „Santa Barbara County Planning and Development“ Geymt 11 ágúst 2011 í Wayback Machine. Applications.sbcountyplanning.org. Skoðað 19. janúar 2011.