Pundsmerki
Útlit
Pundsmerki (£ eða ₤) er táknið sem notað er fyrir sterlingspundið, gjaldmiðil Bretlands. Sama táknið er (eða var) notað til að tákna aðra gjaldmiðla sem heita pund eða slíkum nöfnum í öðrum löndum, svo sem írskt pund, Gíbraltarpund, ástralskt pund og ítalska líru. Nokkur lönd sem nota gjaldmiðil sem heitir pund nota ekki þetta tákn, eins og Egyptaland og Líbanon.
Pundsmerkið á rætur að rekja til latneska orðsins libra sem var massaeining (sjá líka greinina um mælieininguna). Þetta orð var oft skammstafað með bókstafnum L og einu eða tveimur strikum og þannig myndaðist táknið.
Pundsmerkið er alltaf skrifað á undan upphæðinni (t.d. £12,000) en ekkert bil er haft á milli merkisins og talnanna.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Svar við „Hver er uppruni pundsmerkisins og af hverju er það táknað með £?“ á Vísindavefnum. Sótt 4. september 2012.