Fara í innihald

María Maack

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

María Bóthildur Jakobína Pétursdóttir Maack (21. október 18899. mars 1975) var hjúkrunarkona í Farsóttarhúsinu í yfir 50 ár. Hún fæddist á prestsetrinu Stað í Grunnavík og ólst upp á Faxastöðum í Grunnavík frá 1894. Árið 1908 fór hún til Reykjavíkur í hjúkrunarfræðinám á Laugarnesspítala. Hún starfaði sem hjúkrunarkona við Laugarnesspítala og í Vestmannaeyjum um tíma en frá árinu 1918 starfaði hún hjá Reykjavíkurborg, fyrst við Franska spítalann og síðar við Sóttvarnarhúsið í Ánanaustum. Hún hóf störf við Farsóttahúsið í febrúar 1920 og starfaði þar til ársins 1964.