Fara í innihald

Mamlúki

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Mamelúkar)
Egypskur mamlúki á 19. öld

Mamlúki eða mamelúki (arabíska: مملوك mamlūk (et.), مماليك mamālīk (ft.), „eign“ eða „þræll“ konungsins) er arabískt orð yfir þræl og er aðallega notað í öðrum málum sem vísun í eitt af þeim ríkjum sem þrælahermenn ríktu yfir:

Langlífast af þessum ríkjum var mamlúkaveldið í Egyptalandi. Þar voru ungir drengir keyptir á þrælamörkuðum og aldir upp af öðrum þrælahermönnum í herbúðum. Drengirnir komu aðallega frá svæðum norðan Svartahafs: Kiptjakar, Sjerkesar og Georgíubúar. Þeir mynduðu sérstaka stétt hermanna sem hafði mikil pólitísk ítök og hélt áfram að stjórna Egyptalandi lengi eftir að Tyrkjasoldán hafði lagt landið undir sig.

Víða urðu mamlúkar valdamiklir í gegnum herinn sem þeir störfuðu í. Stundum náðu þeir stöðu emírs eða beis og einstaka sinum soldáns, eins og í Egyptalandi. Sums staðar var litið svo á að mamlúkar stæðu frjálsbornum múslimum ofar.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.