Lorient
Útlit
Lorient er hafnarborg í Morbihanumdæmi í Bretaníu í Frakklandi. Bærinn byggðist upp á 17. öld í kringum hafnarmannvirki sem Franska Austur-Indíafélagið reisti þar. Franski flotinn setti þar upp bækistöð árið 1690. Árið 1732 flutti Mississippifélagið höfuðstöðvar sínar frá Nantes til Lorient.