Fara í innihald

Lennon–McCartney

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Paul McCartney og John Lennon árið 1964

Lennon–McCartney var samstarf ensku tónlistarmannanna og lagahöfundanna John Lennon (1940–1980) og Paul McCartney (fæddur 1942) úr Bítlunum. Það er talið vera frægasta og farsælasta tónlistarsamstarf sögunnar ef miðað er við sölur platna, þar sem Bítlarnir hafa selt yfir 600 milljón hljómplötur á heimsvísu frá og með 2004.[1] Á milli 5. október 1962 og 8. maí 1970 gáfu þeir út í kringum 180 lög, mörg sem voru tekin upp af Bítlunum.

Ólíkt öðrum samstörfum sem samanstanda af ákveðnum textahöfundi og ákveðnu tónskáldi, sömdu báðir Lennon og McCartney textana og tónlistina. Í upphafi unnu þeir mikið saman við að semja lög. Seinna var það algengara að annar þeirra myndi semja lag að mestu sjálfur með litlu sem engu framlagi frá hinum. Áður en Bítlarnir urðu frægir, var gert samkomulag um að Lennon og McCartney fengju jafnan heiður af lögunum sem annar hvor þeirra myndi semja á meðan samstarfi þeirra stæði.

Margar ábreiður hafa verið gerðar af lögum Lennon–McCartney. Samkvæmt Heimsmetabók Guinness hefur „Yesterday“ verið tekið upp af fleiri tónlistarmönnum en nokkurt annað lag.[2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Beatles' remastered box set, video game out“. CNNMoney.com. 9. september 2009. Sótt 1. desember 2011.
  2. „Most Recorded Song“. Guinness World Records. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. september 2006. Sótt 12. maí 2009.
  Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.