Kynferðistvíbreytni
Útlit

Kynferðistvíbreytni (eða kynferðistvímyndun og stundum kallað eingöngu tvíbreytni eða tvímyndun) er það þegar gagnstæð kyn sömu tegundar eru frábrugðin að stærð og/eða útliti. Gott dæmi um kynferðistvíbreytni tegundar er stokköndin, en blákollurinn (stokkandarsteggurinn) er mjög frábrugðin kollunni.