Karl 2. Spánarkonungur
Karl 2. Spánarkonungur (6. nóvember 1661 – 1. nóvember 1700) var síðasti konungur Spánar af ætt Habsborgara. Auk Spánar ríkti hann yfir nær allri Ítalíu (nema Fjallalandi, Páfaríkinu og Feneyjum), Spænsku Niðurlöndum og Spænska heimsveldinu sem náði frá Mexíkó til Filippseyja. Þessu gríðarstóra ríki var þó tekið að hnigna hratt, bæði efnahagslega og stjórnarfarslega, löngu áður en Karl tók við völdum.
Karl 2. var óvenjuilla haldinn af erfðagöllum sem stöfuðu af innræktun meðal hinna spænsku Habsborgara kynslóð fram af kynslóð. Hann var með svo áberandi trjónumunn að hann gat varla tuggið og tunga hans var svo stór að hann drafaði þegar hann talaði. Vegna þessara veikinda ólst hann upp í mjög vernduðu umhverfi og hlaut enga menntun. Vegna veikinda hans bjuggust flestir við því að ríkisár hans yrðu skammvinn en hann lifði lengur en búist var við, þótt honum tækist ekki að eignast ríkisarfa.
Karl gerði Filippus af Anjou, barnabarn Loðvíks 14., að erfingja sínum. Þetta þýddi að við lát hans fékk Loðvík í reynd yfirráð yfir hinu gríðarmikla Spánarveldi. Þetta varð til þess að hin stórveldin brugðust við og Spænska erfðastríðið braust út.
Fyrirrennari: Filippus 4. |
|
Eftirmaður: Filippus 5. |