Kapetingar
Útlit

Kapetingar voru konungsætt Frakklands frá því Húgó Capet var krýndur Frankakonungur í Noyon í Picardie 3. júlí 987. Greinar Kapetinga telja meðal annars Valois-ætt, Búrgundarætt (og þar með Braganza-ætt), Angevína og Búrbóna. Ættin hefur því ríkt yfir Frakklandi, Navarra, Spáni, Portúgal og Konungsríki Sikileyjanna tveggja.