Fara í innihald

Kalabría

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort sem sýnir Kalabríu.

Kalabría (ítalska: Calabria, áður Brutium) er hérað á Suður-Ítalíu sem myndar „tána á stígvélinu“. Höfuðstaður héraðsins er Catanzaro. Héraðið markast af Tyrrenahafi í vestri, Jónahafi í austri og Tarantóflóa í norðaustri. Í suðvestri skilur Messínasund milli Kalabríu og Sikileyjar þar sem minnsta vegalengd milli lands og eyjar er aðeins 3,2 km. Íbúafjöldi er um tvær milljónir.

Sýslur (province)

[breyta | breyta frumkóða]
skjaldarmerki Kalabríu, með furutré, "dórískt súluhöfuð", bísantískan kross til vinstri og viðbættan kross til hægri