Kakó
Kakó | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
![]() Kakótré með fræbelgjum
| ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Theobroma cacao L. |

Kakó eða kakótré (fræðiheiti: Theobroma cacao) er lítið (4–8 m hátt) sígrænt tré sem á uppruna sinn í hitabeltissvæðum í Suður-Ameríku en vex nú víða í hitabeltinu. Fræ kakótrésins eru notuð í kakóduft og súkkulaði.
Kakótréð vex í hæðum Andesfjalla í 200–400 m og á Amazon svæðinu og á vatnasvæðum Orinoco árinnar. Kakótréð þarf rakt loftslag, frjósaman jarðveg og úrkomu. Það vex í skógarbotni og þrífst best í skugga annarra trjáa. Laufin eru 10–40 sm löng og 5–20 sm breið.

Blómin eru lítil eða 1–2 sm að þvermáli. Fræbelgur kakótrésins er 15–30 sm langu og 8–10 sm breiður og breytist frá gulu í appelsínugult þegar það þroskast og vegur um 500 g fullþroskað. Í fræbelgnum eru 20 til 60 fræ sem venjulega eru kölluð baunir, klædd í hvítan belg. Fræin innihalda 40–50% kakósmjör. Mikilvægasta virka efnið í þeim er Theobromine.
Fræðiheitið Theobroma þýðir fæða guðanna.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „cacao“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 18. júlí 2006.
- „The Cocoa tree“. Sótt 19. júlí 2006.