Kímplanta
Útlit


Kímplöntur eru ungar plöntur sem myndast við spírun fræs. Dæmigerð kímplanta samanstendur af þremur meginhlutum: kímrót, kímstöngli og kímblöðum. Skipta má blómplöntum í tvo hópa eftir því hversu mörg kímblöð kímplantan hefur, einkímblöðunga og tvíkímblöðunga. Kímplöntur berfrævinga eru mun fjölbreyttari en kímplöntur blómplantna. Til dæmis hafa kímplöntur furu allt að átta kímblöð.