Jason Segel
Jason Segel | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fæddur | Jason Jordan Segel 18. janúar 1980 |
Helstu hlutverk | |
Marshall Eriksen í How I Met Your Mother Peter Bretter í Forgetting Sarah Marshall Sydney Fife í I Love You Man |
Jason Jordan Segel (fæddur 18. janúar 1980) er bandarískur leikari, handritshöfundur og tónlistarmaður, sem er þekktur fyrir vinnu sína með framleiðandanum Judd Apatow í stuttu sjónvarpsþáttaröðinni Freaks and Geeks and Undecleared, kvikmyndirnar Forgetting Sarah Marshall, Knocked Up, I Love You Man, og Bad Teacher en einnig fyrir hlutverk sitt sem Marshall Eriksen í How I Met Your Mother.
Umfjöllun
[breyta | breyta frumkóða]Æska
[breyta | breyta frumkóða]Segel fæddist í Los Angeles í Kaliforníu og ólst upp í Pacific Palisades í Kaliforníu. Segel gekk í Episcopal Church-affliated skólann, þrátt fyrir að vera gyðingur. Hann kláraði miðskólann og menntaskólann í Harvard-Westlake skólanum þar sem hæð hans (193 cm) hjálpaði honum í körfuboltanum. Hann vonaðist til þess að geta orðið leikari eftir skóladaga sína og lék í bæjarleikhúsinu í uppfærslu af Palisades Playhouse.
Ferill
[breyta | breyta frumkóða]Hann er þekktur fyrir hlutverk sitt sem „Freak“ Nick Andopolis í skammlífum drama-gaman þætti á NBC, Freaks and Geeks, um hóp af menntaskólakrökkum í úthverfi Detroit um 1980. Hann samdi sjálfur lag fyrir persónuna sína, Nick, til þess að syngja fyrir aðalkvenpersónuna, Linsay (Linda Cardellini), í þættinum. Hún og Segel voru saman í nokkur ár eftir að þátturinn hætti. Það var sagt að hún hafi hætt með honum vegna þess að hann þyngdist um 10 kíló en það kom seinna í ljós að yfirlýsingin var útúrsnúningur úr brandara.
Segel hafði fast gestahlutverk í CSI: Crime Scene Investigation sem Neil Jansen og í Undeclared sem Eric. Hann leikur núna Marshall Eriksen í gamanþættinum How I Met Your Mother sem fór af stað 19. september 2005. Hann hefur leikið í myndum eins og til dæmis Slackers, SLC Punk!, The Good Humor Man og Dead Man on Campus. Árið 2007 lék hann í Knocked Up sem var leikstýrt af framleiðanda Freaks and Geeks, Judd Apatow. Segel lék aðalhlutverkið í Forgetting Sarah Marshall árið 2008, mynd sem hann skrifaði og Apatow framleiddi með Shaunu Robertson, fyrir Universal. Nýjasta myndin hans er I Love You Man og kom hún út 20. mars 2009.
Hlutverk
[breyta | breyta frumkóða]Kvikmyndir
[breyta | breyta frumkóða]Ár | Kvikmynd | Hlutverk | A.T.H. |
---|---|---|---|
1998 | Can't Hardly Wait | Matt, Watermelon Guy | |
Dead Man on Campus | Kyle | ||
SLC Punk! | Mike | ||
1999 | New Jersey Turnpikes | ||
2002 | Slackers | Sam Schechter | |
2003 | 11:14 | Leon | |
Certainly Not a Fairytale | Leo | ||
2004 | LolliLove | Jason | |
2005 | The Good Humor Man | Smelly Bob | |
2006 | Bye Bye Benjamin | Theodore Everest | |
2007 | Knocked Up | Jason | |
2008 | Forgetting Sarah Marshall | Peter Bretter | Aðalhlutverk, einnig höfundur |
2009 | I Love You, Man | Sydney Fife | |
2010 | Despicable Me | TBA | í vinnslu |
Gulliver's Travels | Horatio |
Þættir
[breyta | breyta frumkóða]Ár | Titill | Hlutverk | A.T.H. |
---|---|---|---|
1999-2000 | Freaks and Geeks | Nick Andopolis | Eitt af aðalhlutverkum; 18 þættir |
2001 | North Hollywood | Leon | Reglulegur gestaleikari; ósýndur fyrsti þáttur |
2001-2002 | Undeclared | Eric | Reglulegur gestaleikari; 7 þættir |
2004 | Harry Green and Eugene | Eugene Green | Reglulegur gestaleikari; ósýndur fyrsti þáttur[1] |
2004-2005 | CSI: Crime Scene Investigation | Neil Jansen | Reglulegur gestaleikari; 3 þættir |
2005 | Alias | Sam Hauser | Gestaleikari; 1 þáttur |
2005-present | How I Met Your Mother | Marshall Eriksen | Einn af aðalleikurum; Allir þættir |
Neðanmálsgreinar
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „dangerousuniverse.com“. "2004-2005 Television Pilots (Incomplete at Best)". Sótt January 12 2007.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]Fyrirmynd greinarinnar var „Jason Segel“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt júlí 2009.