Fara í innihald

Jarðgas

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jarðgas er gas sem er að meginhluta til úr metani, önnur efni í jarðgasi geta verið etan, própan, bútan og pentan ásamt fleiri gösum.

Jarðgas er litlaust, formlaust og lyktarlaust gas í sínu hreinasta formi. Það er brennanlegt og gefur mikla orku þegar því er brennt. Ólíkt því sem á við um annað jarðefnaeldsneyti þá brennur jarðgas tiltölulega hreint og setur mun minna af skaðlegum aukaefnum út í loftið.

Jarðgas telst til jarðefnaeldsneytis rétt eins og kol og olía. Það finnst oftast undir yfirborði jarðar og þar sem metangas er létt leitar það upp á yfirborð jarðar ef það kemst í gegnum glufur og lekt berg. En það getur lokast inni vegna ólekra og þungra jarðlaga. Jarðgas er, sem fyrr segir aðallega úr metani en getur einnig innihaldið etan, própan, bútan og pentan. Samsetning gassins getur verið breytileg. Metanhlutfallið er gjarnan á bilinu 70-90% og jarðgas er sagt vera þurrt þegar það er nánast hreint metan en þá hafa algengustu kolvatnsefnin verið tekin frá.[1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi náttúruvísindagrein sem tengist efnafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.