Fara í innihald

Jafntefli

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jafntefli er hlutlaus niðurstaða í íþrótt eða leik þannig að þegar tveir mótherjar, eða tvö lið, keppa tapar hvorugur. Skilyrðin fyrir jafntefli eru t.d. þau að mótherjar hafi jafnmörg stig þegar leiknum lýkur.

  • Í fótbolta og handbolta verður jafntefli þegar bæði lið eru með jafnmörg mörk að leiktíma loknum.
  • Í skák verður jafntefli með þeim hætti að annar leikmaðurinn býður upp á jafntefli og er það þá undir hinum komið að samþykkja boðið. Oftast verða jafntefli þegar vel er liðið á leikinn sér í lagi ef upp kemur sú staða að hvorugur getur skákað hinum. Sérstök tegund jafnteflis í skák kallast pattstaða.

Mismunandi er eftir íþróttagreinum og -mótum hvort jafntefli eftir venjulegan leiktíma er endanleg niðurstaða leiksins. Í þeim tilfellum sem jafntefli kemur ekki til greina getur verið að framlenging fari fram, vítakeppni eða að liðin mætist aftur til að skera úr um úrslit leiksins.