Jói Rokkafellir
Jói Rokkafellir (eða John D. Rockerduck, eins og hann heitir á frummálinu) er persóna í veröld Andrésar andar. Hann birtist fyrst í sögunni Boat Buster eftir Carl Barks árið 1961. Þetta var eina sagan með Rokkafelli sem Barks gerði, en Ítalskir höfundar byrjuðu af einhverjum ástæðum að nota hann í miklum mæli í staðinn fyrir Gull-Ívan Grjótharða sem keppinaut Jóakims Aðalandar, raunar svo mikið að Gull-Ívan virðist ekki einu sinni vera til hjá þeim höfundum sem nota Rokkafelli. Hann er venjulega notaður á svipaðan hátt og Gull-Ívan, nema að sögurnar með honum snúast of um viðskiptadeilur milli hans og Jóakims.
Í sögunni The Raider of the Copper Hill, eftir Don Rosa, er sýnt að Jóakim hitti Jóa fyrst árið 1885, í Anaconda í Montana, þegar Jóakim var 18 ára og Jói var barn. Sama sagan sýndi að faðir Jóa, Hávarður Rokkafellir var auðugur og Jói hefur þ.a.l. erft öll auðæfi sín, ólíkt Jóakim sem stritaði fyrir sínum (og Gull Ívani sem varð ekki ríkur heiðarlega).
Nafn Jóa er augljóst grín að auðjöfrinum John D. Rockefeller.