Fara í innihald

IMEI

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
IMEI-númer á skjá farsímans

IMEI-númer (enska: International Mobile Station Equipment Identity „alþjóðlegt farstöðvarauðkennisnúmer“) er númer, yfirleitt einstakt, notað til að auðkenna 3GPP-tæki (það er að segja farsíma eða slík tæki sem byggja á kerfunum GSM, UMTS og LTE) auk sumra gervihnattasíma. Yfirleitt er það prentað í rafhlöðuhólfi eða á bakhlið símans, en maður getur líka birt það á skjánum með því að velja *#06# á talnaborðinu eða í stillingavalmyndum flestra snjallsímastýrikerfa.

GSM-net nota IMEI-númerið til að auðkenna gilt tæki og þess vegna er hægt að nota það til að loka fyrir aðgangi að þeim, til dæmis ef símanum hefur verið stolið. Í því tilfelli hefur eigandi símans samband við farsímafyrirtækið og biður það um að setja símann á „svartan lista“ með IMEI-númerinu. Þetta gerir símann gagnslausan innan þess farsímanets og stundum annarra líka, en þetta ræðst af því hvort SIM-kortinu er skipt út.

IMEI-númerið er notað eingöngu til að auðkenna tækið sjálft og er ekki varanlega tengt eiganda tækisins. Í staðinn er eigandinn auðkenndur með IMSI-númerinu sem er geymt á SIM-kortinu sem getur verið flutt á milli tækja.

  Þessi tæknigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.