Hybris
Útlit
Hybris (forngríska: ὕβρις) er forngrískt hugtak sem stundum er notað á íslensku og öðrum málum og haft um persónuleikaeinkenni sem lýsa sér í ofdrambi og hroka sem síðar hefur válegar afleiðingar. Sumir útskýra hybris sem „ofmetnaðarfullt athæfi“ [1] eins og t.d. Sigurður A. Magnússon. Í Grikklandi til forna var hugtakið þó víðtækara en það er nú og haft um athæfi sem viljandi eða óviljandi gjörði fórnarlambinu skömm og brotamanni einnig. Orðið var einnig haft um þá sem storkuðu guðunum og lögum þeirra. Þetta kemur sérstaklega fyrir í grískum harmleikjunum og endar undantekningalaust með falli hetjunnar.