Fara í innihald

Hvalveiðiskip

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hvalveiðiskip frá Nýja Englandi á 19. öld. Hvalur skutlaður á léttabátum og reykur stígur upp af lýsisbræðslunni um borð í skipinu.

Hvalveiðiskip er skip sem er útbúið til hvalveiða.

Fram á 18. öld voru hvalir skutlaðir af léttabátum og síðan dregnir að skipshlið. Til að vinna hvalinn þurfti að draga hann í land þar sem spikið var brætt í sérstökum ofnum. Dæmi um slíkan ofn frá 17. öld hefur verið grafið upp á Strákatanga í Steingrímsfirði.

Á 19. öld voru hvalveiðiskip yfirleitt þrímastra barkskip með sérstakan útúnað til að bræða hvalspikið um borð.

Frá fyrri hluta 20. aldar hafa hvalveiðiskip verið fremur lítil skip (um 200 tonn) með skutulbyssu fremst á bakkanum og mastur með útsýnispalli. Þau draga hvalina við skipshlið að hvalstöð á landi eða stærra verksmiðjuskipi.