Hilton Hotels & Resorts
Útlit
Hilton Hotels[1] & Resorts (áður þekkt sem Hilton Hotels) er alþjóðleg hótelkeðja og eitt af vörumerkjum bandaríska hótelrisans Hilton Worldwide.[2] Vörumerkið er jafnframt flaggskip fyrirtækisins.
Eitt Hilton hótel (Hilton Reykjavik Nordica) er að finna á Íslandi, en það er rekið af Iceland Hotel Collection by Berjaya (áður Icelandair Hotels) í gegnum sérleyfissamning við Hilton Worldwide.
Fyrirtækið var stofnað af Conrad Hilton. Frá og með 30. desember 2019 voru 584 eignir með 216.379 herbergi í 94 löndum undir vörumerkinu.[3] Árið 2020 setti tímaritið Fortune Hilton Hotels & Resorts í fyrsta sæti á Fortune listanum yfir 100 bestu vinnustaðina árið 2020, byggt á könnun starfsmanna um ánægju.[4]
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Refreshed Hilton Hotels & Resorts Brand Identity Emphasizes Leisure Portfolio.
- ↑ „Company Overview of Hilton Worldwide Holdings Inc“. investing.businessweek.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. febrúar 2008. Sótt 21. ágúst 2014.
- ↑ „Best Hilton Hotels & Resorts“. U.S. News & World Report. 1. febrúar 2017. Sótt 27. febrúar 2017.
- ↑ Jessica Snouwaert. „The 25 best companies to work for, based on employee satisfaction“. Business Insider. Sótt 1. apríl 2020.