Fara í innihald

Heilög Lúsía

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Heilög Lúsía, málverk eftir Domenico Beccafumi (1521)
Sjá greinina Sankti Lúsía um eyríkið í Karíbahafi

Heilög Lúsía (venjulega talin hafa verið uppi um 283-304) var kristin stúlka af ríku fólki frá Sýrakúsu á Sikiley. Heilög Lúsía lét lífið í píslarvætti og er verndardýrlingur blindra. Dagur heilagrar Lúsíu, Lúsíumessa, er 13. desember.[1]

Heilög Lúsía naut talsverðrar helgi um Norðurlönd og á Íslandi.[2] Aðfararnótt Lúsíumessu var fram á 18. öld talin lengsta nótt ársins. Lúsíumessa lagðist af um siðaskipti í Norður-Evrópu, en Lúsía lifði áfram í þjóðtrú í Svíþjóð og Noregi. Lúsíuhátíð er mikilvægur hluti af jólahátíðum í Svíþjóð.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Karl Sigurbjörnsson (13.12.2008). „Heilög Lúsía“. Trú.is.
  2. Árni Björnsson (12.12.2014). „Hver var heilög Lúsía og hvenær var farið að halda Lúsíuhátíð?“. Vísindavefurinn.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.