Heilög Lúsía
Útlit
- Sjá greinina Sankti Lúsía um eyríkið í Karíbahafi
Heilög Lúsía (venjulega talin hafa verið uppi um 283-304) var kristin stúlka af ríku fólki frá Sýrakúsu á Sikiley. Heilög Lúsía lét lífið í píslarvætti og er verndardýrlingur blindra. Dagur heilagrar Lúsíu, Lúsíumessa, er 13. desember.[1]
Heilög Lúsía naut talsverðrar helgi um Norðurlönd og á Íslandi.[2] Aðfararnótt Lúsíumessu var fram á 18. öld talin lengsta nótt ársins. Lúsíumessa lagðist af um siðaskipti í Norður-Evrópu, en Lúsía lifði áfram í þjóðtrú í Svíþjóð og Noregi. Lúsíuhátíð er mikilvægur hluti af jólahátíðum í Svíþjóð.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Karl Sigurbjörnsson (13.12.2008). „Heilög Lúsía“. Trú.is.
- ↑ Árni Björnsson (12.12.2014). „Hver var heilög Lúsía og hvenær var farið að halda Lúsíuhátíð?“. Vísindavefurinn.