Gerðarsafn
Gerðarsafn er listasafn Kópavogs og er staðsett í Hamraborg í Kópavogi. Safnið leggur megináherslu á nútíma og samtímalis. Safnið var reist í minningu Gerðar Helgadóttur, myndhöggvara sem hannaði meðal annars gluggana í Kópavogskirkju. Um 20 fjölbreyttar sýningar eru haldnar á ári hverju, jafnt innlendar og erlendar. Þrír sýningarsalir eru í safninu ásamt kaffistofu.
Árið 1965 hófst skipulögð söfnun listaverka í Kópavogi en þá var samþykkt að stofna Lista- og Menningasjóð og verja til hans fastri fjárhæð árlega. Árið 1994 var Gerðarsafn opnað í húsi sem Benjamín Magnússon teiknaði. Safnið geymir fjölda verka, öll þau verk sem Kópavogsbær hefur eignast frá árinu 1965 og veglegra gjafa sem því hafa borist. Þar má helst nefna um 1400 verk frá erfingjum Gerðar Helgadóttur og verk úr minningasjóði Barböru og Magnúsar Á. Árnasonar. Árið 2001 fékk safnið aðra gjöf sem var eitt stærsta einkasafn landsins, safn Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur sem hefur að geyma meira en 1000 verk.
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]Tengill
[breyta | breyta frumkóða]64°06′43.3879″N 21°54′36.1933″V / 64.112052194°N 21.910053694°V