GIMP
Útlit
GIMP | |
Skjámynd af GIMP 2.8 | |
Hönnuður | Þróunarhópur GIMP |
---|---|
Fyrst gefið út | 1995 |
Verkvangur | Unix-lík, Mac OS X, Microsoft Windows |
Tungumál í boði | mörg |
Notkun | myndvinnsluforrit |
Leyfi | GNU General Public License |
Vefsíða | www.gimp.org |
GIMP (stendur nú fyrir GNU Image Manipulation Program en áður General Image Manipulation Program) er frjálst myndvinnsluforrit fyrir rastamyndir á borð við stafrænar ljósmyndir. Þróun forritsins hófst árið 1995 að undirlagi Spencer Kimball og Peter Mattis. Það er núna hluti af GNOME-verkefninu. Til eru útgáfur GIMP fyrir ýmis stýrikerfi s.s. Linux, Unix, Windows og Mac OS X.