Fara í innihald

Fóbos

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mynd af Fóbosi tekin af Viking 1 árið 1978.

Fóbos er annað tveggja tungla reikistjörnunnar Mars. Hitt tunglið er Deimos. Fóbos er nær reikistjörnu sinni enn nokkurt annað tungl í sólkerfinu, eða í innan við 6.000 km hæð. Tunglið er nefnt eftir syni Aresar, en Ares er hið gríska nafn guðsins sem Rómverjar nefndu Mars. Bandaríkjamaðurinn Asaph Hall fann Fóbos 18. ágúst 1877. Nokkrum dögum áður hafði Hall fundið Deimos, nánar tiltekið 12. ágúst. Umferðartími Fóbosar er aðeins 7 klukkustundir og 39 mínútur, sem er styttra en marsdagur, og því virðist tunglið koma upp í vestri og setjast í austri[1]

Neðanmálsgreinar

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Hvað heita tungl Mars?“. Vísindavefurinn.
  Þessi stjörnufræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.