Fátækralögin á Englandi
Við byrjun 17. aldar voru sett á lög sem draga áttu úr efnahagslegri fátækt Englendinga, þessi lög voru síðar nefnd ensku fátækralögin[1]. Saga fátækralaganna er tvískipt; annars vegar er talað um gömlu fátækralögin, sem sett voru á árið 1601, og hins vegar nýju fátækralögin, sem tóku gildi 1834.[2]
Gömlu fátækralögin
[breyta | breyta frumkóða]Við siðaskiptin á 16. öld tóku Englendingar upp kristna trú og aðlöguðu skoðanir sínar og gildi samkvæmt henni. Í Biblíunni lásu þeir að hjálpa ætti þeim sem þurfa á hjálp að halda; fæða þá svöngu, klæða þá nöktu og heimsækja þá sjúku. Í kjölfar siðaskiptanna var Enska biskupakirkjan stofnuð og í framhaldi voru gömlu fátækralögin sett á[4]. Markmið gömlu fátækralaganna voru þau að veita félagslegan stöðugleika, draga úr óánægju og þjáningu og koma í veg fyrir óeirðir og uppreisnir[5].
Lögin tóku gildi árið 1601 og voru tvenns konar styrkir veittir undir þeim; utandyra- og innanhúsarhjálp. Utandyrahjálp var háttað þannig að þeir fátæku voru skildir eftir á heimilum sínum með pening eða nauðsynjavörur eins og mat og klæði. Innanhúsahjálpin fólst í því að veita þeim fátæku húsnæði í ölmusuhúsi, leggja þá veiku inn á sjúkrahús og flytja munaðarlaus börn á munaðarleysingjahæli. Gömlu fátækralögin áttu einnig að veita þeim fátæku vinnu sem höfðu orðið atvinnulausir vegna erfiðra tíma, til dæmis vegna veikinda eða niðursveiflu í atvinnugrein þeirra. Þeir fátæku áttu að vera tilbúnir til að samþykkja hvaða starf eða styrk sem þeim byðist. Þetta var gert til þess að reyna að fækka betlurum sem höfðu verið á reiki um göturnar, sem rændu ferðalanga og ógnuðu samfélaginu[6]. Árlega skipaði sóknarnefnd kirkjunnar umsjónarmenn[7] sem ábyrgðust það að reikna út hversu mikla peninga þyrfti til að hjálpa fátækum og skattlögðu út frá því. Þeir rukkuðu síðan skatt frá eigendum fasteigna og veittu fátækum pening eða mat[8].
Lagasetningin sameinaði fyrri löggjafir um fátæka, þar á meðal var fátækt skilgreind og skipt upp í þrjá flokka. Í fyrsta lagi voru það þeir sem vildu vinna en gátu það ekki. Þessi hópur fólks fékk þá hjálp sem það þurfti, hvort sem það voru föt eða auðveld vinna í skiptum fyrir pening. Í öðru lagi voru það þeir sem gátu unnið en kusu að vinna ekki, þessi hópur fólks átti ekki rétt á hjálp af neinum toga. Þriðji og seinasti hópurinn voru þeir sem voru of veikir, gamlir eða ungir til þess að vinna. Þessi hópur átti rétt á mikilli hjálp og líta átti eftir þeim á viðeigandi stofnunum, eins og spítölum og munaðarleysingjahælum.[9]
Lögin voru harðlega gagnrýnd af hagfræðingum klassíska skólans, þar á meðal Adam Smith, því þau komu í veg fyrir frjálsan flutning atvinnulausra verkamanna milli bæja eða landshluta. Thomasi Malthus gagnrýndi lögin einnig harðlega fyrir að auka aðeins á vesæld og fátækt með því að hamla eðlilegu gangverki efnahagslögmálanna.
1832 var skipuð nefnd til að endurskoða lögin. Tveimur árum seinna, árið 1834 voru sett ný lög sem gerbreyttu fátækraaðstoð í Bretlandi og færðu hana til nútímalegra horfs í samræmi við hugmyndir frjálslyndisstefnunnar og lassez faire efnahagsstefnu.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ David Colander; Harry Landreth. History of Economic Thought. bls. 117.
- ↑ „The Poor Law“. web.archive.org. 4. maí 2009. Afritað af uppruna á 4. maí 2009. Sótt 3. september 2021.
- ↑ „The Poor Law“. web.archive.org. 4. maí 2009. Afritað af uppruna á 4. maí 2009. Sótt 3. september 2021.
- ↑ „The 1601 Elizabethan Poor Law“. victorianweb.org. Sótt 3. september 2021.
- ↑ „The Old Poor Law 1795-1834“. www.historyhome.co.uk. Sótt 3. september 2021.
- ↑ „The 1601 Elizabethan Poor Law“. victorianweb.org. Sótt 3. september 2021.
- ↑ „The Poor Law“. web.archive.org. 4. maí 2009. Afritað af uppruna á 4. maí 2009. Sótt 3. september 2021.
- ↑ „The Old Poor Law“. www.workhouses.org.uk. Sótt 3. september 2021.
- ↑ „The 1601 Elizabethan Poor Law“. victorianweb.org. Sótt 3. september 2021.